Þær slepptu dúettnum!

Það fór nú svo eins og mig grunaði fyrr í dag að þær stöllur íþróttamálaráðherrann og borgarstjórinn tóku sitt pláss á sviðinu og létu taka eftir sér.  Það eina sem vantaði var að þær syngju saman dúett!!  Ég skil ekki alveg hvað þær voru annars að gera þarna - hvað þá heldur ríkisstjórnin?? Allt í kraðaki og allir í einum hnapp.  Skyggðu á kórinn og aðra þá sem fylgdu landsliðinu út - lækna, nuddara, framkvæmdastjórann og forseta ÍSÍ sem mér fannst nú að hefði mátt hafa meira hlutverk.

Og úr því að þær tvær úr Túngunum, ráðherrann og borgarstjórinn fengu að láta ljós sitt skína - hvar var þá Dorrit?  Stuðningsmaður Íslenska landsliðsins nr. 1 á olympíuleikunum?

Landsliðið og þeirra fylgdarlið átti auðvitað að eiga sviðið og vera þar einir ásamt listamönnunum sem heiðruðu þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hvað sem er

Höfundur

Hamar
Hamar

Áhugamaður um atburði líðandi stundar.  Mun tjá mig um og hamra á málefnum, merkilegum sem ómerkilegum, hafi ég löngun og nennu til þess. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband