Færsluflokkur: Bloggar
10.9.2008 | 17:36
Hvalur í kvöldmatinn hjá Konna í Þernuvík
Merkileg tilviljun að af öllum stöðum skuli blessaður hvalurinn stranda í fjörunni í Þernuvík - við bæjardyr æðarbóndans og hvalfangarans Konráðs Eggertssonar sem á einmitt sumarhús þarna í víkinni. Hann hefur kannski ætlað að kíkja í kaffi til Konna eða átt inni hjá honum heimboð?
Eða að hann hafi ætlað að bjóða Konna í kvöldmat og ætlað að hafa sjálfan sig sem aðalrétt?
Hvalur strandaður í Þernuvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er annað hægt að segja en að þessi fyrirsögn hafi vakið athygli mína. Ég hélt að það þyrfti nú mikið til að heilu kvenfélögin gætu farið á hausinn!
En við lestur fréttarinnar þá kemur samhengið í ljós. Hér hlýtur umræðuefnið að eiga að vera kvennafélag í fótbolta.
Kvenfélag í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 08:20
Uppgötvun aldarinnar hjá Framtíðarlandinu!!!
Þvílík uppgvötun hjá Framtíðarlandinu að "...skynsamlegra væri að leita frekari húshitunar kosta í jarðavarma, þar sem stór hluti húshitunar er fenginn með raforku, þannig mætti létta miklu álagi af raforkukerfinu og endurheimta orku fyrir nýja notendur. "
Stjórn Framtíðarlandsins getur kannski bent Vestfirðingum á hvar þeir geta fundið þennan jarðvarma til að hita sín hús með? Vestfirðir eru nú þegar skilgreindir sem "kalt svæði" þannig að það er nú ekki um mjög auðugan garð að gresja í þeim efnum á svæðinu. Mér finnst alveg merkilegt að samtök eins og Framtíðarlandið geti ákveðið að setja sig upp á móti því sem þeim dettur í hug og bent á nánast óframkvæmanlega hluti í staðinn!! Af hverju benda þeir ekki Vestfirðingum allt eins á að tína grös á meðan það er hægt og moka snjó á veturna. Það heldur þá á þeim hita á meðan og væri ágætt ráð í stað þess að virkja.
Með svona ályktunum eins og stjórn Framtíðarlandsins sendir frá sér þá er nú varla hægt að taka svona samtök alvarlega.
Hvurrslaggss fíflagangur er þetta!!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2008 | 00:09
Bankarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 00:00
Á gráu svæði?
Mér er spurn eftir að fréttir bárust af því að ríkisstjórnin hefði samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að styrkja Handknattleikssamband Íslands um 50 milljónir hvort hún teljist ekki vanhæf að leggja þetta fram - hvað þá heldur að taka afstöðu til þess? Ástæðan? Jú, maður hennar Kristján Arason er að mér skilst í stjórn þesss sama Handknattleikssambands og ennfremur formaður landsliðsnefndar sambandsins.
Spurning um að vera vanhæfur eða ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 23:45
Þær slepptu dúettnum!
Það fór nú svo eins og mig grunaði fyrr í dag að þær stöllur íþróttamálaráðherrann og borgarstjórinn tóku sitt pláss á sviðinu og létu taka eftir sér. Það eina sem vantaði var að þær syngju saman dúett!! Ég skil ekki alveg hvað þær voru annars að gera þarna - hvað þá heldur ríkisstjórnin?? Allt í kraðaki og allir í einum hnapp. Skyggðu á kórinn og aðra þá sem fylgdu landsliðinu út - lækna, nuddara, framkvæmdastjórann og forseta ÍSÍ sem mér fannst nú að hefði mátt hafa meira hlutverk.
Og úr því að þær tvær úr Túngunum, ráðherrann og borgarstjórinn fengu að láta ljós sitt skína - hvar var þá Dorrit? Stuðningsmaður Íslenska landsliðsins nr. 1 á olympíuleikunum?
Landsliðið og þeirra fylgdarlið átti auðvitað að eiga sviðið og vera þar einir ásamt listamönnunum sem heiðruðu þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 23:38
Hvar er íþróttamálaráðherrann?
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2008 | 15:13
Slegist um pláss á sviðinu?
Ég vil leyfa mér að setja hér inn færslu af heimasíðu Egils Helgasonar frá því fyrr í dag:
--------------------------------------------
Nýjustu færslur
Spaugilegir stjórnmálamenn
Ólafur Ragnar kom með fimmtán fálkaorður.
Þá kom ríkisstjórnin með 50 milljónir.
Þorgerður Katrín flaug til Kína í rosalegri geðshræringu.
Ólafur Ragnar flaug frá Asíu til Íslands í snarhasti.
Hvar verða þau í skrúðgöngunni í dag?
________________________________________
Það er góð spurning hvar þau verða í skrúðgöngunni í dag? Mér leikur eiginlega samt meiri forvitni á að vita hvar þau muni verða á sviðinu góða? Kannski menntamálaráðherra verði fremst á sviðinu og flytji aðalræðu kvöldsins og taki síðan lagið fyrir landsliðið? Hanna Birna borgarstjóri og flokksystir tekur kannski dúett með henni svo hún fái nú einhverja athygli líka?
Verður kannski slegist um plássið á sviðinu í kvöld í beinni útsendingu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 14:38
Allt í fína í Kína.
Ég segi það nú bara enn og aftur að þetta er bruðl. Og ég get ekki lesið betur en að ekki sé allur kostnaður við ferðirnar kominn fram - t.d sé ókominn reikningur frá ÍSÍ vegna gistingar í fyrri ferðinni! Og síðan að skreppa aftur út í tveggja nátta reisu fyrir 2,1 milljón? Ég sé ekkert sem réttlætir slíkt rugl.
Í fyrra bloggi mínu um þetta mál kom fram sá skilningur minn að ráðherrann og hennar maki hefðu farið ein út í síðara skiptið, en nú er komið í ljós að ráuðuneytisstjórinn fór líka! En það breytir þó ekki því að ég skil ekki enn tilganginn með því að sú ferð skuli hafa verið farin og greidd af almannafé í þokkabót.
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér finnst alveg merkilegt að lesa fréttina í Fréttablaðinu í dag um kostnað vegna tveggja ferða mennta- og íþróttamálaráðherra þjóðarinnar á Ólympíuleikanna í Peking. Heildarkostnaðurinn var tæpar 5 milljónir og allt greitt af ráðuneytinu. Í fyrri ferðinni voru auk ráðherrans, hennar maki ráðuneytisstjórinn og hans frú. Í síðari ferðinni - sem hún ákvað að fara í að mér skilst með eins eða tveggja daga fyrirvara til að horfa á íslenska liðið í úrslitaleiknum - fóru hún og hennar maki. Sú ferð með tveggja nátta gistingu kostaði íslenska skattborgara 2,1 milljón króna.
Það fyrsta sem mér dettur í hug eftir lestur fréttarinnar er BRUÐL. Bruðl með almannafé. Og í þokkabót er ráðherrann að reyna að verja þennan gjörning sinn með því að það hafi verið nauðsynlegt fyrir hana sem ráðherra íþróttamála að fara á úrslitaleikinn. Stærsta viðburð í íslenskri íþróttasögu. Ég er alveg sammála því að þetta er stærsti viðburðurinn í íslenskri íþróttasögu en mér finnst það ekki réttlæta það að ráðherrann og hennar maki fljúgi til Kína á kostnað ráðuneytisins og eyði í það 2,1 milljón króna.
Að ráðherranum skuli síðan detta það í hug að enginn myndi segja neitt við þessu sýnir greinilega hversu algjörlega úr öllum takti ráðherrann er komin við almenning í landinu. Almenningur sem nýverið var skorað á af forsvarsmönnum ríkisstjórnar að draga saman seglin og gæta aðhalds í þeirri niðursveiflu sem nú gengi yfir.
Þetta sýnir síður en svo gott fordæmi.
Mér finnst líka merkilegt að ég hef ekkert séð um þetta fjallað hér á síðum mbl.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hvað sem er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar